Um okkur

Notaðu tímann sem þú ert í vinnunni og fáðu okkur til að sækja bílinn og skila tilbaka eftir þvott og bón.

image10 (1)
image1 (1)
Um okkur

Við viljum aðeins það besta fyrir bílinn þinn - og þig!

Prófaðu nýja leið. Með notkun gufu við hreinsun bílsins nást gömul og föst óhreinindi mun betur. Skráðu þig í  mánaðarlega áskrift á bílaþrif hjá okkur.

ECO gufuhreinsun , bón og djúphreinsun.

Veturinn á Íslandi getur verið erfiður fyrir bílana okkar. Það er því grundvallar atriði að þjónusta bílinn sinn vel. Með gufuhreinsun náum við erfiðum óhreinindum betur. Notum hágæða efni sem vernda bílinn þinn. Sækjum og skilum - allt af þínum óskum.

Gufuhreinsun 98%
Djúphreinsun 96%

Gufuþvottur á bílum og yfirborði ökutækja veldur engum skemmdum.

Hann virkar þvert á móti þannig að hátt hitastigið hreinsar fullkomlega burt fitu, dísilolíu, tjörubletti og salt á veturna.

Eftir gufuþvott endurheimtir yfirborðið fyrri áferð og gljáa án þess að málningin dofni.

Með gufuhreinsun við háan hita er eins og málaða yfirborðslakklagið endurheimti fyrri áferð með því að fínslétta örformað og einsleitt yfirborð lakksins.

Tæknin við gufuhreinsun er árangursrík, umhverfisvæn og einföld lausn við hreinsun á bílum og bílvélum.

Við bjóðum upp á frábæra leið í staðinn fyrir venjulegan bílaþvott og sjáum um að allt sé sem þægilegast fyrir alla.

Bílaþvotturinn sem við bjóðum uppfyllir væntingar kröfuhörðustu viðskiptavina.

 

Lítrar af vatni
> 0
stjörnu hreinsun
0 *
mb þrýstingur
0 +
Hreinsiefni
0 ml

Komdu á staðinn

Við erum í Mosfellsbæ, það er einfalt að panta tíma eða koma með bílinn á staðinn. Við sækjum líka og skilum eftir bón og þvott.

Hágæða efni

Við notum aðeins viðurkennd hreinsiefni og reynum að velja þau sem eru hvað mest náttúruvæn. Efnin vernda lakk og hafa góða endingu.

01

Toppþjónusta

Okkar aðalmarkmið er að þú fáir toppþjónustu og vinnan okkar skili sér í verndun bílsins þíns.

02

Náttúrvæn þrif

Við erum stolt af því að nota kemísk efni í algjöru lágmarki. Aðeins á felgur.

03

Hagkvæmt verð

Við bjóðum fyllilega samkeppnishæft verð og vel það. Bókaðu tíma og við hreinsum bílinn.

nýtt á íslandi

Við höfum haldgóða reynslu og ánægða viðskiptavini

Ánægðir viðskiptavinir eru okkar besta auglýsing. Þeir bóka hjá okkur aftur og aftur. Svo er hægt að vera í áskrift á þrifum.

Umhverfisvænt

Einungis þarf tæpa 4 lítra af vatni fyrir hvern þvott með þeirri tækni sem við notum við gufuþvottinn en við hefðbundinn bílaþvott á þvottastöð þarf yfir 130 lítra!

Erfið og gömul óhreinindi

Með því að nota gufu er mögulegt að hreinsa yfirborð bílsins vandlega með alúð. Gufan kemst líka að öllum krókum og kimum í bílnum.

Sveigjanleg þjónusta

Pantaðu tíma sem hentar best fyrir þig - við sækjum bílinn til þín og skilum skínandi hreinum eftir bón og þvott.

Gufuhreinsun 98%
Djúphreinsun 85%
Óson sótthreinsun 75%

Fylgdu okkur á Instagram