Gufuhreinsun að utan/innan ásamt bóni

ECO gufubílaþvottur hreinsar auðveldlega gömul og erfið óhreinindi

Hvernig virkar þetta?

Þú einfaldlega velur einn af þvottapökkunum okkar. Fylltu inn í beiðnarformið neðst. Við höfum svo samband til að staðfesta pöntunina.

Þegar pöntun hefur verið staðfest komum við á þeim tíma sem þú pantaðir á þann stað sem þú tiltókst og við þvoum bílinn þinn.

Hvernig þrif: Að utan og innan

10% afsláttur

með áskrift

Bóka hér

Gufuhreinsun að utan/innan ásamt bóni

UMHVERFISVÆNN

Einungis þarf tæpa 4 lítra af vatni fyrir hvern þvott með þeirri tækni sem við notum við gufuþvottinn en við hefðbundinn bílaþvott á þvottastöð þarf yfir 130 lítra!

GUFUÞVOTTUR Á BÍLUM

Með því að nota gufu er mögulegt að hreinsa yfirborð bílsins vandlega með alúð. Gufan kemst líka að öllum krókum og kimum í bílnum og vinnur á ýmsum blettum sem ekki er auðvelt að komast að með venjulegum bílaþvotti. Við getum jafnvel hreinsað loftkælikerfið, og þú andar að þér hreinu lofti þegar bíllinn hefur verið þveginn með gufuþvotti!

FARANDÞJÓNUSTA

Nú er hægt að fá bílinn þveginn heima við, á vinnustaðnum eða þegar þú ert í daglegum snúningum. Veldu dag og tíma og við sjáum um rest! Engin þörf á að eyða tíma og eldsneyti í að keyra á bílaþvottastöð!

HLÍFIR BÍLNUM

Hefðbundnar bílaþvottastöðvar nota bursta sem geta skemmt viðkvæm sætin í bílnum og notkun þeirra getur líka orsakað að málningin upplitist. Með gufuþvotti á bílnum eru engin hrjúf kemísk efni eða grófir burstar notaðir og þess vegna skemmir hann ekki bílsætin eða málningaryfirborðið.

HREINSUN Á STÖÐUM SEM ERFITT ER AÐ NÁ TIL

Í öllum bílum eru vissir staðir sem erfitt er að ná til og næst aldrei að þvo. Þá er gufuþvottur á bílnum hin fullkomna lausn. Með gufuþvotti næst vel til allra staða og svæða sem erfitt er að komast að og þau eru vandlega hreinsuð.

Verklýsing og verð

Bíllinn handþveginn með gufuþvotti
Gluggaþvottur (utan á)
Hjólaþvottur
Glansefni borið á dekkin
Gljábón og málningarvernd
Hreinsun á hurðafölsum á dyrum og skotti
Plastlistameðferð og þrif með efnum
Þvottur á rúðuþurrkum
Bíllinn ryksugaður
Almenn gufuþrif: mælaborð, sæta, hurðir inni í þrifum,
Rúður hreinsaðar
Mottur: Gljáefni borið á allar mottur, dekkir þær upp, nýtt útlit. Water-based efni sem myndar ekki sleipt yfirborð.